Kári Stefánsson afhenti forsætisráðherra í dag 86.729 undirskriftir við kröfu um að Alþingi skuli verja 11% vergrar landsframleiðslu í heilbrigðismál. Athöfnin fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar.

Fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru viðstaddir og tóku til máls. Að því loknu tók Kári til máls og sagði ljóst af því sem fulltrúar flokkanna hefðu sagt að allir væru í sama liði. Hann sagði undirskriftasöfnunina til marks um að stjórnmálamenn séu viljugir til að hlusta á vilja fólksins í landinu.

Að lokum lagði Kári til að kostnaðarþátttaka notenda heilbrigðiskerfisins yrði lækkkuð úr 18% í 9% strax á þessu ári.