Kári Stefánsson segir að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra hafi orðið á mistök í skoðanaskiptum hans og Kára. Kári segir að Sigmundur hafi litið á undirskriftarsöfnunina sem gagnrýni á sína ríkisstjórn og segir að það eigi rætur að rekja til þess hve viðkvæmur hann hafi verið fyrir eðlilegu aðhaldi frá samfélaginu. Þetta kemur fram í viðtali við Kára sem birtist í DV í dag.

Kári segir að hann hafi verið óþarflega viðkvæmur og að undirskrifarsöfnunin sé alls ekki hugsuð sem gagnrýni á ríkisstjórnina. Hann hafi hafið þessa undirskrifasöfnun til að fá fólkið í landinu til að tjá sig um ákveðin málaflokk til að breyta því hvernig er forgangsraðað í ríkisfjármálum.

Spurður hvort að Kári hafi hitt Sigmund segir Kári að sigmundir finnist hann vera of vondur maður til að hitta sig.

„Hann á dáldið erfitt strákpjakkurinn með að hysja sig upp úr þeirri skoðun að hann hafi verið barinn of fast. Þetta er misskilningur. Menn eiga að geta tekist á og eiga að geta kveðið fast að en samt sest niður að kvöldi og rætt saman og leyst vandamál. “

Sem ráðleggingu til Sigmundar segir Kári einnig að hann verði að endurheimta gleðina, en hann telur að ef Sigmundur verði kátur aftur þá verði hann aftur þetta góða afl í íslenskri pólitík.