Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ritaði opið bréf til kjósenda Bjartrar framtíðar í Fréttablaðinu í dag. Í umræddu bréfi fór hann hörðum orðum um Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra sem birti pistil í Viðskiptablaðinu í morgun.

Kári segir Óttarr vera að reyna að þóknast samherjum sínum í ríkisstjórn. Kári segir jafnframt að Óttarr sé ekki maður orða sinna og hvetur kjósendur Bjartrar framtíðar því til þess að losa landann við heilbrigðisráðherrann.

Samkvæmt Kára er endurreisn heilbrigðiskerfisins ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Hann telur það öllu heldur vera áherslumál hjá ríkisstjórninni að hefja frekari einkavæðingu.

Máli sínu til stuðnings fjallar hann um fund sem hann sat með ráðherranum og svo um þá tvo milljarða króna í ríkisfjármálaáætluninni sem eiga að fara í læknisþjónustu við Íslendinga erlendis.

Hann telur umrædda milljarða vera eyrnarmerkta til þess að fjármagna einkarekna heilbrigðisstarfsemi.

Grein Kára má lesa hér.