Arabaríkin fjögur sem slitu stjórnmálasambandi við Katar lögðu í gær fram strangar kröfur á hendur katarska ríkinu. Katarar þurfa að standa við kröfurnar sem eru 13 talsins vilji þeir að þvingunum sem settar voru á landið verði aflétt. Ríkin fjögur sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Hafa ríkin meðal annars sakað Katar um stuðning við hryðjuverkasamtök sem stjórnvöld í landinu hafa alfarið vísað á bug.

Kröfurnar fjalla meðal annars um að landið þurfi að skera á öll tengsl við bræðralag múslima, slíta allri hernaðarsamvinnu við Tyrkland, draga verulega úr samskiptum við Íran og leggja niður sjónvarpsstöðina Al Jazeera sem er fjármögnuð af Katarska ríkinu. Allar kröfurnar 13 má sjá hér í frétt Bloomberg .

Utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman al-Than gaf það út í dag að stjónvöld í Katar muni ekki fallast á kröfurnar. Segir hann kröfurnar sé annað hvort óraunhæfar eða þess eðlis að ekki er hægt að semja um þær.