Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, á fund á morgun kl. 13. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta.

Líklegt er að Katrín Jakobsdóttir, ræði við Guðna Th. um mögulega ríkisstjórnarmyndun hennar. Áður hefur hún gefið til kynna að hún vilji mynda fjölflokka stjórn frá miðju.

Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni;

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson átti síðdegis fund með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins sem farið hefur með stjórnarmyndunarumboð. Eftir þann fund ræddi forseti við forystufólk allra þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi.

Forseti hefur í kjölfarið boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum kl. 13:00 á morgun, miðvikudaginn 16. nóvember 2016.