*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 23. febrúar 2013 13:37

Katrín kjörin formaður með 98,4% greiddra atkvæða

Katrín segir tal um framsæti og aftursæti ekki skipta máli því Vinstrihreyfingin - grænt framboð sé rúta.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Katrín Jakobsdóttir hefur rétt í þessu verið kjörin formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Katrín Jakobsdóttir hafði ein gefið kost á sér í embætti formanns flokksins. Árni Þór Sigurðsson, formaður kjörstjórnar, kynnti niðurstöðuna rétt í þessu. Gefin voru út 404 kjörbréf og atkvæði greiddu greiddu 249 manns og þar af fékk Katrín 245 atkvæði. Var hún því kjörin formaður með 98,4% greiddra atkvæða. Auðir seðlar voru fjórir en engir atkvæðaseðlar voru ógildir.

Landsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Hotel Hilton Nordica, en beðið er niðurstöðu í kjöri til varaformanns flokksins þar sem þrír eru í framboði.

Katrín þakkaði Steingrími J. Sigfússyni, fráfarandi formanni, hans störf og sagðist hlakka til að starfa með honum burtséð frá öllu tali um framsæti og aftursæti. „Vinstrihreyfingin - grænt framboð er rúta“, sagði Katrín við mikla kátínu landsfundarfulltrúa. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim