Katrín Jakobsdóttir hefur rétt í þessu verið kjörin formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Katrín Jakobsdóttir hafði ein gefið kost á sér í embætti formanns flokksins. Árni Þór Sigurðsson, formaður kjörstjórnar, kynnti niðurstöðuna rétt í þessu. Gefin voru út 404 kjörbréf og atkvæði greiddu greiddu 249 manns og þar af fékk Katrín 245 atkvæði. Var hún því kjörin formaður með 98,4% greiddra atkvæða. Auðir seðlar voru fjórir en engir atkvæðaseðlar voru ógildir.

Landsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Hotel Hilton Nordica, en beðið er niðurstöðu í kjöri til varaformanns flokksins þar sem þrír eru í framboði.

Katrín þakkaði Steingrími J. Sigfússyni, fráfarandi formanni, hans störf og sagðist hlakka til að starfa með honum burtséð frá öllu tali um framsæti og aftursæti. „Vinstrihreyfingin - grænt framboð er rúta“, sagði Katrín við mikla kátínu landsfundarfulltrúa.