Katrín Ingibergsdóttir og Örvar Omrí Ólafsson hafa verið ráðin til PwC. Katrín mun vera ráðgjafi fyrirtækisins í mannauðsmálum og jafnlaunavottunum og Örvar forstöðumaður í Vestmannaeyjum.

Katrín Ingibergsdóttir

Katrín hefur aflað sér góðrar reynslu af Evrópumarkaði á sviði ráðningar- og starfsmannamála en hún hefur verið búsett í Hollandi síðastliðin sjö ár. Að loknu námi í Amsterdam vann hún fyrir hollensku ráðgjafastofuna Adams sem sérfræðingur í ráðningarmálum og seinna fyrir bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Optimizely að ráðningar- og starfsmannamálum. Katrín er 31 árs, mannfræðingur að mennt með BA gráðu frá Háskóla Íslands og MSc gráðu frá Vrije Universiteit í Amsterdam.

Örvar Omrí Ólafsson

Örvar lauk B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og M.Acc gráðu frá Háskóla Íslands árið 2009. Þá hlaut Örvar löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2016. Örvar hefur talsverða reynslu og þekkingu úr íslensku atvinnulífi en áður hefur Örvar starfað sem endurskoðandi hjá endurskoðunarskrifstofunni BDO og gengt stöðu fjármálastjóra hjá Kynnisferðum ehf. og Reykjavík Excursions ehf. á árunum 2008 – 2014. Örvar er, ásamt fjölskyldu sinni, búsettur í Vestmannaeyjum og mun hann veita nýrri skrifstofu PwC í Vestmannaeyjum forstöðu.