Katrín Olga Jóhannesdóttir, sem í dag seldi í dag 400.000 hluti í félaginu fyrir 9,6 milljónir króna. Eins og áður hefur komið fram þá hefur það haft mikil áhrif á markaði.

Í samtali við Viðskiptablaðið, segir Katrín Olga áðstæðu fyrir sölunni einfalda.

„Það kemur eiginlega bara til út af þeirri einföldu ástæðu að við fjölskyldan erum að reisa okkur sumarhús og mér vantaði bara fé til þess að eiga fyrir þeirri byggingu. Það er mjög einföld skýring á þessu,“ segir Katrín Olga í samtali við Viðskiptablaðið.

Hún bætir við að tímasetningin sé komin til vegna innherjareglna fyrirtækisins. „Það þarf að klára söluna áður en tímabilinu líkur, svo er lokað fyrir sölur næstu fjórar vikur þangað til að uppgjörið kemur,“ segir Katrín Olga.