Samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaup Marels á þýska matvinnslubúnaðarfyrirtækinu MAJA. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Upplýst var um kaupin þann 25. júlí síðastliðinn en þau gegnu formlega í gegn í dag. Kaupin eru í samræmi við þá stefnu Marels að styrkja alþjóðlega markaðsstöðu sína og vera leiðandi í framleiðslu á stöðluðum búnaði fyrir öll stig matvælaframleiðslu.

MAJA sem var stofnað árið 1955 og leggur fyrirtækið megináherslu á kjötiðnað og klakavélar fyrir varðveislu ýmsra matvæla. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 200 talsins og eru árlegar tekjur fyrirtækisins um það bil 30 milljónir evra.