Viðræður Arion banka um kaup á Verði tryggingafélagi eru nú komnar á lokametrana, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Eins og blaðið greindi frá í gær hafa viðræður staðið yfir um kaup Arion banka á 49% hlut í tryggingafélaginu af Bank Nordik.

Bank Nordik á allt hlutafé í Verði, en keypti 51% þess í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans sem er bundin fram í júní 2017. Ekki liggur fyrir á þessu stigi hvort Arion banki muni síðar meir kaupa þann hlut.

Fulltrúar Arion banka verjast frétta af málinu.