Hvalaskoðunar- og leiðangursfyrirtækið Norðursigling á Húsavík hefur keypt skonnortuna Opal. Þetta er 32 metra löng, tvímastra skonnorta með 380 fermetra seglaflöt og níu segl. Opal hefur káetur fyrir 12 farþega í sex klefum auk áhafnar. Um borð er 280 hestafla Scania vél og skipið er vel búið tækni- og öryggisbúnaði.

Fram kemur á vef Norðursiglingar að Opal var smíðað sem togari í Damgarten í Þýskalandi árið 1952. Árið 1973 tóku nýir danskir eigendur við skipinu og á næstu átta árum þar á eftir var Opal breytt á þann í þá mynd sem hún er í dag. Norðursigling keypti hana svo í janúar síðastliðnum. Skonnortan er væntanleg til Húsavíkur um næstu helgi.

Fram kemur á vef Norðursiglingar að blásið hafi byrlega fyrir Opal í heimsiglingunni frá Ebeltoft í Danmörku og um Skotland. Nú er skonnortan undir fullum seglum við Færeyjar þaðan sem stefnan verður tekin á Húsavík.