EMTN skuldabréfaútgáfa Arion banka sem er á gjalddaga í apríl á næsta ári, verður keypt upp fyrir allt að 150 milljónir evra, eða sem samsvarar tæplega 20,1 milljarði íslenskra króna, gangi áætlanir bankans eftir.

Í tilkynningu frá bankanum segir að bankinn hafi þó svigrúm til að samþykkja endurkaup fyrir hvort heldur hærri eða lægri fjárhæð sem og að beita hlutfallslegum niðurskurði.

Hefur bankinn gert tilboð til eigenda skuldabréfanna sem þeir hafa frest til klukkan 16:00 þann 17. desember næstkomandi til að taka afstöðu til. Niðurstaðan verður síðan kynnt 18. desember og uppgjör fer fram 20. desember.

Fjárfestingarbankinn J.P. Morgan ásamt Nomura International munu sjá um endurkaupin fyrir hönd Arion banka.