*

þriðjudagur, 21. maí 2019
Innlent 4. janúar 2018 10:27

Kaupa starfstöð CCP í Bretlandi

Sumo Digital hefur keypt starfstöð CCP í Newcastle í Bretlandi, en fyrirtækið sérhæfir sig í sýndarveruleika.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Breska fyrirtækið Sumo Digital, sem starfað hefur með íslenska tölvufyrirtækinu CCP við að setja upp fyrstu persónu skotleik í EVE online heiminum mun taka yfir starfstöð CCP í Newcastle í Bretlandi.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá ákvað CCP í haust að segja upp tugum starfsmanna og leggja niður starfstöð sína í Newcastle, en með samningnum verða 34 störfum bjargað að því er síðan Develop-Online greinir frá.

Sumo hefur verið að ráða fólk, en það er með starfsstöðvar í Sheffield, Nottingham og Pune á Indlandi fyrir, en ekki er ljóst hvort hópurinn muni áfram starfa í verkefnum fyrirtækisins fyrir CCP. Starfstöðin í Newcastle hefur þó unnið mikið að EVE: Valkyrie sýndarveruleikaleiknum.

Paul Portner framkvæmdastjóri hjá Sumo Digital segir þarna hafa verið um frábært tækifæri til að fá um borð í fyrirtækið góðan hóp með reynslu og þekkingu.

„Sumo Digital er frábært heimili fyrir hópinn í Newcastle,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP Games. „Þegar við kveðjum fyrrum samstarfsmenn okkar vitum við að þeir munu gera góða hluti á nýjum stað og við getum ekki beðið eftir að sjá hvað þeir munu gera næst.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim