Verktakafyrirtækið Jáverk er um þessar mundir að ganga frá kaupum á fasteignum við Háveg, Skólatröð og Álfatröð í Kópavogi. Er markmiðið að þétta byggðina með fjölbýlishúsum þar sem nú standa einbýlishús á stórum lóðum. Í framhaldinu verður að öllum líkindum ráðist í deiluskipulagsbreytingar í samvinnu við bæjaryfirvöld í Kópavogi.

Hverfið sem um ræðir er gamalt og rótgróið og í umræddum götum standa gömul einbýlishús á stórum lóðum. Göturnar eru allt í senn nálægt grunnskóla, menntaskóla og íþróttasvæði og því má vera ljóst markmiðið uppbyggingarinnar er að byggja íbúðir sem höfða til yngra fjölskyldufólks.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fjallað er um eignatengsl í laxeldi.
  • Aldurssamsetning umsækjenda um greiðsluaðlögun hefur breyst verulega á síðustu árum.
  • Innflytjendum fjölgar hratt um þessar mundir, þá sérstaklega á Suðurlandi og á Suðurnesjum.
  • Næsti samningafundur Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins verður eftir tvær vikur.
  • Fjallað um dómsmál sem gæti haft víðtæk áhrif á innheimtuaðgerðir lánastofnana.
  • Áframhaldandi deilur innan stjórnar Vinnslustöðvarinnar.
  • Ítarleg umfjöllum um íslenska skuldabréfamarkaðinn.
  • Viðtal við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda.
  • Rætt er við Magnús Sigurbjörnsson sem stofnaði á dögunum fyrirtæki Papaya.
  • Kiflom Gebrehiwot Mesfin hefur verið ráðinn sem jarðefnafræðingur hjá HS Orku.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um frjálshyggjuna.
  • Óðinn skrifar um jöfnuð og sanngirni.