*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 1. júní 2018 09:09

Kaupa verksmiðju Actavis á ný

Hópur fyrrverandi starfsmanna Actavis hafa keypt aflagða verksmiðju Actavis og hyggjast framleiða samheitalyf á ný.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Lyfaverksmiðja Actavis í Hafnarfirði og húsnæði fyrirtækisins sem hefur verið í eigu Teva Pharmaceutical Industries hefur nú verið seld að því er Morgunblaðið greinir frá.

Kaupendur eru fyrirtækið Corinpharma sem var stofnað í aðdraganda kaupanna af fyrrverandi stjórnendum og lykilstarfsmönnum Actavis ásamt öðrum. Nafnið vísar í ís á japönsku að því er Bolli Thoroddsen eigandi Takanawa í Japan greinir frá á facebook síðu sinni, en fyrirtæki hans kom að viðskiptunum.

Bjarni K. Þorvarðarson rafmagnsverkfræðingur er forstjóri Corinpharma sem hefur nú þegar 10 starsmenn. Fyrirtækið hyggst hefja framleiðslu samheitalyfja í Hafnarfirði á ný og er stefnt að því að starfsmenn verði 30 innan þriggja mánaða.

„Þegar verksmiðja Actavis var í fullum gangi voru um 300 starfsmenn í verksmiðjunni og stoðstörfunum og þar ætlum við að vera [innan] tveggja ára,“ sagði Bjarni sem segir hópinn hafa farið af stað þegar tilkynnt var að verksmiðju Actavis hér á landi yrði lokað.

„Nýju fjárfestarnir eru allir íslenskir. Stærsti fjárfestirinn er Framtakssjóður í stýringu Íslenskra verðbréfa. Ég er næststærsti fjárfestirinn og VÍS sá þriðji stærsti.

Auk þeirra er Hof, félag í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona, fjárfestir í félaginu og tveir fyrrverandi forstjórar Actavis og forvera Actavis, þau Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Ottó Björn Ólafsson, sem var forstjóri Delta á sínum tíma.“

Segir hann þessa fjárfesta koma til viðbótar við stofnendur Corinpharma sem unnið hafa að verkefninu síðustu tvö árin. „Þar var valinkunnur hópur fjármálamanna sem og fyrrverandi lykilstarfsmenn hjá Actavis, þeir Torfi [Rafn Jónsson], Stefán Jökull Sveinsson, Sigurgeir Guðlaugsson, Bolli Thoroddsen og Tryggvi Þorvaldsson, sem allir eru í hópi eigenda.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim