Bandaríski tískurisinn Michael Kors, sem stofnað var af samnefndum tískuhönnuði, hefur samþykkt að kaupa tískuvörumerkið Versace fyrir 1,7 milljarð evra, eða sem samsvarar 220,60 milljörðum íslenska króna.

Versace fjölskyldan á enn um 80% í ítalska fyrirtækinu sem Gianni Versace stofnaði fyrir 40 árum síðan. Fyrir fjórum árum var 20% hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Blackstone. Á síðasta ári keypti Michael Kors lúxusskóframleiðandann Jimmy Choo frá London, fyrir 900 milljónir punda, eða sem samsvarar 130,2 milljörðum íslenskra króna.

Varaforseti og listrænn stjórnandi Versace, Donatella Versace hefur boðað til starfsmannafundar á þriðjudag. Fyrirtækið seldi fyrir um 686 milljónir evra, eða sem samsvarar 89 milljarða króna, árið 2016, en Jonathan Akeroyd hefur sagt fyrr í ár að árleg velta fyrirtækisins muni fara framyfir 1 milljarð evra.

Stofnandi fyrirtækisins, Gianni Versace var fimmtugur að aldri þegar hann var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í júlímánuði árið 1997 af Andrew Cunanan.