*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Innlent 25. júlí 2017 08:15

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir í Árvakri

Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur aukið við hlut sinn í Árvarkri, útgefenda Morgunblaðsins.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur aukið við hlut sinn í Árvakri, útgefenda Morgunblaðsins. Félagið á því nú 14,15 prósenta hlut í einkahlutafélaginu Þórsmörk, sem er eigandi Árvakurs. Áður áttu Íslenskar sjávarávarafurðir rúmlega níu prósenta hlut. Félagið er því nú þriðji stærsti eigandi Þórsmerkur. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Hlutur Ramses II, félags í eigu Eyþórs Arnalds, í Þórsmörk minnkað úr 26,62 prósentum í 22,87 prósent. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það að mestu leyti Kaupfélag Skagfirðinga sem lagði Árvakri til fjármagn þegar hlutafé Árvakurs var aukið um 200 miljónir króna í sumar. 

Félag Eyþórs Ramses II er stærsti einstaki eigandi Morgunblaðsins með 22,87 prósenta hlut. Félagið Hlynur A, í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum er næst stærsti eigandi Þórsmerkur með 16,5 prósenta hlut.