*

fimmtudagur, 21. júní 2018
Innlent 13. mars 2017 09:26

Kauphöllin fagnar

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, íslenskur verðbréfamarkaður öðlist nýjan og aukinn trúverðugleika meðal fjárfesta og ekki síst erlenda fjárfesta.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eins og flestum er nú kunnugt hafa fjármagnshöft verið afnumin á einstaklinga fyrirtæki og lífeyrissjóði. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Ríkisútvarpið að afnám fjármagnshafta hafi mikla þýðingu fyrir Kauphöllina og geti laðað að erlent fjármagn til langtíma. Hægt er að lesa frétt RÚV hér.

Páll segir jafnframt að aðstæður til afléttingarinnar hafi nánast verið fullkomnar. Hann bætir við að íslenskur verðbréfamarkaður öðlist nýjan og aukinn trúverðugleika meðal fjárfesta og ekki síst erlenda fjárfesta.

Forstjóri Kauphallarinnar telur enn fremur að aflétting haftanna gæti leitt til fleiri skráninga. Að hans sögn eykur losun hafta möguleika fyrirtækja til að afla sér fjármagns og þar af leiðandi styrkist skráningarvettvangurinn.

Stikkorð: Nasdaq Kauphöllin afnám hafta fagnar