Kauphöllin í Dubai er fullviss um að yfirtökutilboði hennar í norrænu kauphallarsamstæðuna OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrarsaltsríkjunum, verði tekið.

Félagið á í yfirtökubaráttu við bandarísku kauphöllina Nasdaq en telur hins vegar að sitt tilboð muni veita OMX betri möguleika til frekari vaxtar á komandi árum, segir Per Larsson, framkvæmdastjóra Kauphallarinnar í Dubai, í samtali við Dow Jones-fréttaveituna.

Hann sagði jafnframt að markmið sameinaðs fyrirtækis yrði að búa til þriðju stærstu kauphallarsamstæðuna í heiminum.