*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 18. apríl 2018 09:53

Kauphöllin lokaði vegna brunaboða

Brunaboði í gagnveri í Svíþjóð lokaði Kauphöll Íslands.

Ingvar Haraldsson
Páll Harðarson er forstjóri Kauphallar Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Kauphöll Íslands sem og aðrar Nasdaq kauphallir á Norðurlöndunum og Eistrasaltsríkjunum voru lokaðar fram eftir degi vegna brunaboða sem fór í gang í gagnaveri í Svíþjóð sem heldur utan um gögn fyrir Nasdaq.

Kauphöllin átti að opna í hádeginu en opnunni var frestað til 12:40 vegna tengivandamála upplýsingaveitu við markaðsgagnakerfið (GCF), að því er kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. Samfelld viðskipti hófust svo klukkan 12:50.

Áður innsett tilboð voru felld niður fyrir opnun markaða.

Auk Kauphallar Íslands lokuðu kauphallir Nasdaq í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen lokaðar.

Fréttin var uppfærð klukkan 12:50 eftir að kauphöllin opnaði á ný.