*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 23. maí 2018 14:14

Kaupir í TM fyrir 114 milljónir

Eignarhlutur Eaton Vance í Tryggingamiðstöðinni er kominn í ríflega 1,2 milljarða króna virði.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Vogunarsjóðurinn Eaton Vance hefur bætt við sig tæplega 3,4 milljón hlutum í Tryggingamiðstöðinni en markaðsvirði bréfanna m.v. 33,55 krónur á hlut eins og þegar þetta er skrifað er þá tæplega 114 milljónir króna.

Heildareignarhlutur sjóðsins í TM er nú ríflega 37 milljón hlutir sem miðað við þetta markaðsvirði er á um 1.245 milljónir króna. Í heildina á sjóðurinn nú 5,47% í félaginu en viðskiptin fóru fram í gær. Verð bréfanna hefur hækkað um 0,75% í 87 milljóna króna viðskiptum í dag.

Stikkorð: TM vogunarsjóður Eaton Vance
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim