*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 24. apríl 2018 10:00

Kaupmáttur launa lækkaði í mars

Á sama tíma og launavísitalan hækkaði um 0,3% lækkaði kaupmátturinn um það sama, en hvort tveggja hækkar á ársgrundvelli.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Launavísitalan hækkaði um 0,3% í mars frá fyrri mánuði og er hún nú komin í 640 stig samkvæmt Hagstofu Íslands. Stofnunin miðar við að vísitalan hafi verið í 100 stigum í desember 1988. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hefur verðbólgan aukist hratt síðustu mánuði og er hún nú yfir markmiðum Seðlabankans.

Launavísitalan hefur hækkað um 7,1% síðustu 12 mánuði, en mesta mánaðarhækkunin á tímabilinu var í maí síðastliðnum þegar hún hækkaði um 3,2%, væntanlega vegna kjarasamningahækkunar. Hins vegar stóð hún í stað í júlímánuði.

Kaupmáttur launa lækkaði hins vegar um 0,3% í mars frá fyrri mánuði en síðustu 12 mánuði hefur vísitala kaupmáttar hins vegar hækkað um 4,2%. Stendur vísitalan nú í 145,2 stigum.

Fleiri fréttir um aukna verðbólgu:

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim