Kaupþing hefur hætt við að selja tískuvöruverslanirnar Oasis, Warehouse og Coast þegar í ljós kom að eini tilboðsgjafinn sem eftir var er á eftirlitslista Interpol. Tískuvörukeðjan féll í hendur Kaupþings eftir gjaldþrot Baugs árið 2009, en slitabú Kaupþings fékk  tilboð upp á 60 milljónir punda, eða sem jafngildir um 8,3 milljörðum króna fyrir verslanirnar.

Paul Copley forstjóri Kaupþings segir að þeir séu ekki í neinni pressu að selja og þeim finnist sem markaðurinn sjái ekki þau verðmæti sem þeir sjái í rekstrinum. Talið er að Philip Day, eigandi Edinburgh Woollen Mill sem nýlega hefur keypt Austin Reed og Jaeger, hafi sýnt félaginu áhuga en eina tilboðið sem tekið var til skoðunar var frá Emirisque Brands.

Það félag var stofnaði árið 2004 af Ajay Khaitan en þegar í ljós kom að hann væri eftirlýstur fyrir ásakanir um svik í Calcutta á Indlandi. Hann hefur hins vegar sagt að hann sé ekki tengdur viðskiptunum sem urðu árið 1988 sem leiddu til þess að hann sé eftirlýstur að því er fram kemur í The Industry London .