Ríkið er tilbúið að falla frá forkaupsrétti að allt 30 prósentustigum af 55,6% eignarhlut Kaupþings í Arion banka, að því er Fréttablaðið segir frá.

Ríkið yrði þó áfram með forkaupsrétt að þeim hluta sem ekki seldist í fyrirhuguðu útboði á hlut Kaupþings í Arion banka, en sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings við ríkið græðir það á því ef verðið er hærra. Sagt er að talið sé ólíklegt að allur hluturinn yrði seldur á einu bretti heldur fyrst í stað mögulega í kringum 30% hlutar í Aron banka.

Þá komi einnig til greina að ríkið fari fram á það að Kaupþing taki á sig verðáhættuna af sölunni, með því að greiða mismuninn ef söluverðið yrði undir genginu 0,8. Það eru viðmiðunarmörk þess að forkaupsréttur ríkisins virkjast samkvæmt fyrrnefndum stöðugleikasamningum.

Búist er við að endanlegt samkomulag um þessi atriði náist á næstu dögum, jafnvel í þessari viku, en eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hefur bankinn nú sent frá sér uppgjör fyrsta ársfjórðungs, sem sýndi 42% samdrátt í hagnaði frá sama tímabili fyrir ári.

Leiðarar, pistlar og skoðanadálkar um Arion banka:

Fleiri fréttir um málefni Arion banka: