Kaupþing hefur selt um 1,26 milljón hluti í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber á verðinu 15,25 evrur á hlut, eða 2.150 krónur á hlut. Þetta kemur fram á heimasíðu slitastjórnar Kaupþing.

Heildarsöluverð hluta Kaupþing var um 19 milljónir evra, eða um 2,7 milljarðar króna. Salan var hluti af sölu þriggja stærstu hluthafa í Refresco Gerber, Ferskur Holding 1 B.V., Tamoa Limited og 3i en þeir seldu samtals um 8 milljón hluti, eða 9,9% af heildarhlutafé Refresco til fagfjárfesta.

Kaupþing á ennþá óbeint um 4,5 milljón hluti í Refresco í gegnum eignarhald sitt í Ferskur Holding.