Sjóðirnir fjórir sem keyptu tæplega 30% hlut í Arion banka áttu um áramótin samtals um 66,3% eignarhlut í Kaupþingi. Kaupverðið var 0,81 króna á hverja krónu eigin fjár ef miðað er við stöðuna í lok þriðja ársfjórðungs, en 0,79 krónur ef miðað er við ársuppgjörið. Ríkið má grípa inn í ef viðskiptaverðið er undir 0,80 krónum.

Áttu fjárfestingarsjóðir í stýringi Taconic, sem eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um á um þriðjung í Arion banka í gegnum beinan og óbeinan hlut, 38,6% hlut í Kaupþingi.

Skulptor Investmenst, félag í eigu Och-Ziff sem keypti einnig hlut í Arion banka, átti 14,2% og fjárfestingarsjóðir í stýringu Attestor áttu 8,6%. Síðan átti Goldman-Sachs og sjóður í stýringu bankans 4,8% að því er segir í Morgunblaðinu .

Samtals gerir þetta eins og áður segir 66,3 eignarhlut í Kaupþingi, sem reiknast sem 38,6 óbeinn eignarhlutur í Arion banka, þegar tekið er tillit til 58% eignarhlutar Kaupþings í Arion banka.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær, þá var kaupverðið 0,81 króna fyrir hverja krónu eigin fjár bankans, miðað við stöðuna í lok þriðja ársfjórðungs 2016. Hins vegar ef horft er til ársuppgjörs bankans sem hefur verið birt er kaupverðið hins vegar 0,79 krónur fyrir hvera krónu eigin fjár, en fyrir liggur að ríkið á rétt á að stíga inn í ef viðskiptaverðið er undir 0,80 krónum, að því er segir í Morgunblaðinu.

Með kaupunum á 29% eignarhlut í Arion banka er þá heildareignarhlutur þessara fjögurra sjóða, beint og óbeint, í Arion banka um 68%, sem nánar er hægt að reikna út að skiptist þannig að, ef tekið er tillit til beinnra kaupa í Arion banka sem Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um .

  • Och-Ziff á þá beint og óbeint tæplega 15% í Arion banka
  • Attestor á þá beint og óbeint tæplega 15% í Arion banka
  • Goldman Sachs á þá beint og óbeint um 5,2% í Arion banka
  • Taconic á þá beint og óbeint um 32,3% í Arion banka.