Keflavíkurflugvöllur er í 47. sæti af 76 flugvöllum á lista AirHelp , þar sem flugvellir heimsins eru metnir eftir gæðum, stundvísi og upplifun. Flugvöllurinn fær 6,92 í einkunn af tíu mögulegum. Aftur á móti eru tveir flugvellir Norðurlandanna í efstu fimm sætunum: Flugvöllurinn í Helsinki og Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn.

Í fyrsta sæti listans er Singapore Changi flugvöllur, sem fær 9,07 í einkunn og er hann staðsettur, eins og nafnið gefur til kynna, í Singapúr. Versti flugvöllur heims samkvæmt listanum er flugvöllurinn í Kúveit, en hann fær 5,02 í einkunn af 10 mögulegum. Jafnframt eru breskir flugvellir aftarlega á merinni, Gatwick flugvöllur í Lundúnum er í næst neðsta sæti og fyrir ofan hann er flugvöllurinn í Manchester.

Hér er hægt að sjá efstu fimm sætin:

1. Singapore Changi Airport

2. Munich International Airport

3. Hong Kong International Airport

4. Copenhagen Kastrup Airport

5. Helsinki - Vantaa Airpot

Hér er hægt að sjá neðstu fimm sætin:

1. Kuwait Airport

2. London Gatwick Airport

3. Manchester Airport (GB)

4. Newark Liberty International Airport

5. London Stanstead Airport