*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 13. júní 2017 10:09

Keflavíkurflugvöllur í miðjumoði

Keflavíkurflugvöllur er í 47. sæti af 76 flugvöllum á lista AirHelp, þar sem flugvellir heimsins eru metnir eftir gæðum, stundvísi og upplifun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Keflavíkurflugvöllur er í 47. sæti af 76 flugvöllum á lista AirHelp, þar sem flugvellir heimsins eru metnir eftir gæðum, stundvísi og upplifun. Flugvöllurinn fær 6,92 í einkunn af tíu mögulegum. Aftur á móti eru tveir flugvellir Norðurlandanna í efstu fimm sætunum: Flugvöllurinn í Helsinki og Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn. 

Í fyrsta sæti listans er Singapore Changi flugvöllur, sem fær 9,07 í einkunn og er hann staðsettur, eins og nafnið gefur til kynna, í Singapúr. Versti flugvöllur heims samkvæmt listanum er flugvöllurinn í Kúveit, en hann fær 5,02 í einkunn af 10 mögulegum. Jafnframt eru breskir flugvellir aftarlega á merinni, Gatwick flugvöllur í Lundúnum er í næst neðsta sæti og fyrir ofan hann er flugvöllurinn í Manchester. 

Hér er hægt að sjá efstu fimm sætin:

1. Singapore Changi Airport

2. Munich International Airport

3. Hong Kong International Airport

4. Copenhagen Kastrup Airport

5. Helsinki - Vantaa Airpot

Hér er hægt að sjá neðstu fimm sætin:

1. Kuwait Airport

2. London Gatwick Airport

3. Manchester Airport (GB)

4. Newark Liberty International Airport

5. London Stanstead Airport

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim