Átakshópur um aðgerðir í húsnæðismálum leggur til 40 tillögur til að bæta stöðuna og er tillögunum skipt í sjö flokka. Einn flokkurinn ber yfirskriftina ríkislóðir en í honum er bara ein tillaga og snýr hún að Keldnalandi í Reykjavík.

Segir í skýrslunni að hefja ætti skipulagningu þar til þess að auka framboð húsnæðis. „Ríkið og Reykjavíkurborg nái samkomulagi um að hefja skipulagningu Keldnalands, m.a. með markmið um félagslega blöndun, og semji í framhaldi um eignarhald og framkvæmdir. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á árinu 2019 og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu.“

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna og annar formanna átakshópsins, segir að ástæðan fyrir því að Keldnaland sé tekið út fyrir sviga sé að það sé í „dauðafæri fyrir skipulagningu út frá almenningssamgöngum.

Ef horft er Borgarlínu þá eru tengingar við þetta byggingarland í öðrum áfanga þess verkefnis. Tíminn er fljótur að líða en ef farið verður í skipulagningu Keldnalands fljótlega þá ætti uppbygging að geta hafist á svipuðum tíma og annar áfangi Borgarlínu verður að veruleika. Keldnaland er mjög gott byggingarland og að mínu viti mikilvægt að taki leik. Spurður hvort hann viti hvað hægt sé að byggja margar íbúðir á Keldnalandi svarar Gísli: „Ég þori ekki að nefna tölur en ríki og borg hafa auðvitað rætt saman um landið. Ætlum við séum ekki að tala um 1.000 til 2.000 íbúðir.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .