Úlfar Erlingsson
Úlfar Erlingsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Við erum í rauninni í miðjunni á byltingu sem byrjaði fyrir fjórum árum síðan,“ segir Úlfar Erlingsson, yfirmaður teymis í tölvu­ öryggisrannsóknum hjá Google og einn af aðalfyrirlesurum á haustráðstefnu Advania sem hefst í dag.

„Það sem hefur venjulega verið kallað gervigreind (e. Artificial Intelligence) er farið að virka og breytingin er rosaleg,“ segir Úlfar en hann mun halda fyrirlestur um starf sitt hjá Google og hvernig fyrirtækið nýtir gagnagnótt (e. Big Data) og gagnanámsaðferðir til að kenna tölvum m.a. að skilja orð og myndir og til að fá bíla til að keyra sig sjálfir.

Að sögn Úlfars er efni erindisins þríþætt. Í fyrsta lagi fjallar hann um þá gríðarlegu þróun sem hefur orðið í gervigreind, í öðru lagi um þær áskoranir sem henni fylgja í ljósi persónuverndar og í þriðja lagi hvernig hægt er að nýta gervigreind þegar upplýsingar eru af skornum skammti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .