Sigrún Þorleifsdóttir var á dögunum ráðin til að stýra starfsmannasviði Vífilfells og tók einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir hún að Frítímanum sé mikið eytt með með fjölskyldunni og áhugamálin eru fjölbreytt: „Við spilum golf saman og förum á skíði og veiðum.“

Auk þess að starfa fyrir Vífilfell þá hefur Sigrún kennt leiðtogafræði í MBA námi í Háskóla Íslands. „Mér finnst ofsalega gaman að kenna. Ég hef verið að vinna aukalega við þessa kennslu undanfarin fjögur ár. Þetta veitir mér mikla ánægju og heldur manni ferskum og lifandi í faginu. Ég lít hreinlega á þetta sem eitt af áhugamálum mínum.“

Viðtal við Sigrúnu í fullri lengd má lesa í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið í rafrænu formi hér.