Apple og Amazon heyja nú harðan slag um hvort fyrirtækið verði það fyrsta til að vera metið á eina billjón dollara, sem samsvarar 100.000 milljörðum króna eða um fjörutíufaldri landsframleiðslu Íslands.

Apple er nú verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 823,2 milljarða dollara. Amazon hefur hins vegar sótt hratt á. Hlutabréfaverð í Amazon hefur hækkað um 34% á þessu ári og er fyrirtækið í dag metið á 767,8 milljarða dollara. Þá telja greinendur líkur á að hlutabréfaverð í Amazon nái billjón dollurum á næstunni en til þess þarf fyrirtækið verðmæti fyrirtækisins þó að hækka um annað eins og það hefur gert á þessu ári að því er FT greinir frá.

Greining Macquarie segir að gera megi ráð fyrir að hlutir í Amazon hækki um 350 dollara á hlut í 2.100 dollara en hlutabréfaverðið þarf að fara yfir 2.060 dollara til að verðmæti Amazon nái einni billjón.  Macquarie bend á að nær allar fjárfestingar Amazon utan við smásölu, muni hækka framlegð Amazon verulega. Þannig að jafnvel þó framlegð í kjarnastarfsemi Amazon, smásölu, haldist óbreytt gæti Amazon orðið billjón dollara virði innan fárra ára. Monnes, Crespit, Hardt & Co eru enn bjartsýnni og segja hlutabréfaverið gæti náð 2.200 dollurum á hlut innan skamms.

Fleiri greinendur telja Apple þó líklegra til að verða fyrri til. Apple er í dag metið á 823,2 milljarða dollara og þyrfti verðmæti fyrirtækisins því að hækka um 21% til að ná markmiðinu. Samkvæmt könnun Bloomberg meðal 32 greiningarfyrirtækja telja þau að meðaltali að vermæti Apple geti náð 192,94 dollurum á hlut næsta árið, og yrði þá um 2% frá því að ná billjón dollara verðmatinu.