Bloomberg fjallar í nýrri grein um íslenska fyrirtækið Kerecis og tilraunir þeirra til að nota fiskroð til að græða sár á húð. Í greininni ræðir fréttastofan meðal annars við Guðmund Fertram Sigurjónsson, stjórnarformann og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í verksmiðju félagsins á Ísafirði.

Segir hann meðal annars að ef allt roð frá frystitogaranum Páli Pálssyni væri tekið og unnið væri hægt að sinna fimmtungi af öllum sárum í heiminum. Félagið fékk samþykki frá bandarískum stjórnvöldum á síðasta ári fyrir húðmeðferð sína, Omega3 Wound, seint á síðasta ári. Hefur rannsókn á vegum bandaríska hersins hefur notkun á fiskroði virkað mjög vel á brunasár.

Eftir að búið er að vinna skinnið og gera það nothæft er það meira en þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrirtækið segist hafa selt jafnmikið af afurð sinni á fyrstu þremur mánuðum ársins og allt síðasta ár og er það að bæta við sig starfsmönnum og tækjabúnaði.