*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 20. október 2017 19:19

Kerecis tvöfaldar vörusölu en tap eykst

Kerecis seldi fyrir 65,7 milljón krónur í fyrra borið saman við 31,6 milljónir árið 2015. Tap Kerecis jókst þó milli ára. Framkvæmdastjóri Kerecis sér fram á að vörusalan í ár verði allt að fjórföld á við árið 2016.

Snorri Páll Gunnarsson
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis.
Haraldur Guðjónsson

Vestfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis, sem þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndlunar á sköðuðum líkamsvef og húð, tapaði tæplega 318,1 milljónum króna árið 2016. Um er að ræða rekstrarniðurstöðu á samstæðugrunni, sem tekur til Kerecis ehf. á Íslandi og Kerecis LLC í Bandaríkjunum. Árið 2015 tapaði Kerecis ehf. 149,4 milljónum króna. 

Vörusala Kerecis var 65,7 milljónir króna árið 2016 borið saman við 31,6 milljónir árið 2015. Tvöfaldaðist vörusalan því milli ára. Að auki voru styrkjatekjur Kerecis 22 milljónir króna á árinu. 

Eignir Kerecis ehf. námu 654,8 milljónum í árslok 2016 borið saman við 558,6 milljónir ári áður. Skuldir námu 34,6 milljónum og var eigið fé 620,3 milljónir í árslok. Handbært fé Kerecis var rúmlega 190 milljónir í árslok.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Kerecis, segir rekstur fyrirtækisins ganga vel:

„Aukið tap félagsins árið 2016 tilkomið vegna stofnunar dótturfélags í Bandaríkjunum en það hóf rekstur í ársbyrjun 2016. Góður gangur er í sölumálum félagsins og er gert ráð fyrir að tekjur af vörusölu fyrir árið 2017 verði 3-4 faldar á við árið 2016 (150-200 milljónir króna) en sala tvöfaldaðist á milli áranna 2015 og 2016. Góður gangur er einnig í samstarfsverkefnum félagsins og bandarískra varnarmálayfirvalda og verða tekjur vegna samstarfsverkefna árið 2017 yfir 100 milljónir króna.

Stefna félagsins er að halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu sölu- og markaðsstarfs næstu árin með áherslu á Bandaríkjamarkað og er gert ráð fyrir að rekstrur félagsins nái jafnvægi á næstu 2-3 árum.“

Viðskiptablaðið birti upphaflega frétt í síðasta tölublaði þar sem kom fram að Kerecis hafi tapað 178 milljónum króna árið 2016. Sá ársreikningur tók aðeins til Kerecis ehf. en ekki dótturfélags Kerecis í Bandaríkjunum, sem hóf sölu árið 2016. Ríkisskattstjóri gerir ekki kröfu um það að smá fyrirtæki taki dótturfélög með í samstæðuuppgjör. Áhrifin af starfsemi dótturfélagsins hafa þó verið tekin með í reikninginn í ofangreindri frétt.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim