*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 28. júlí 2018 14:14

Keypti hlut af sjálfum sér

Saffron Holding ehf keypti 1,25% hlut í Bláa Lóninu í fyrra

Ritstjórn

Eignarhaldsfélagið Saffron Holding ehf., sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar, fjárfestis, keypti á síðasta ári 1,25% hlut í Bláa lóninu fyrir 362 milljónir króna samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2017. Þegar litið er á ársreikninga Bláa lónsins er seljandinn Sigurður sjálfur en hann átti persónulega 1,25% hlut í Bláa Lóninu samkvæmt ársreikningi Bláa lónsins fyrir árið 2016 á meðan Saffron fór með 4,92% hlut.

Í ársreikningi Bláa lónsins fyrir árið 2017 kemur fram að Saffron eigi 6,18% hlut í félaginu á meðan nafn Sigurðar er ekki að finna í hluthafalistanum. Hagnaður Saffron nam rúmlega 33 milljónum króna á síðasta ári en félagið á einnig 3,17% hlut í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu.