Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 702 milljörðum króna árið 2016, sem er um 42% meira en árið 2015. Þetta kemur fram í samantekt Seðlabanka Íslands, en hlutur seðlabankans í veltunni var 55%.

Bankinn keypti gjaldeyri af viðskiptavökum á millibankamarkaði fyrir um 386 milljarða króna, sem jafngildir um 2.891 milljónum evra. Heildargjaldeyriskaup bankans jukust um 42% milli ára og samsvöruðu um 16% af áætlaðri landsframleiðslu ársins.

Seðlabankinn keypti því um 6 milljónir evra á viku, í hverri reglubundinni og fyrir fram tilkynntri færslu við viðskiptabanka. Viðskiptin nema um 11% af heildarkaupum bankans á árinu.

Framan af árinu keypti Seðlabankinn gjaldeyri með það einkum að markmiði að koma gjaldeyrisforða í æskilega stærð í aðdraganda almennrar losunar fjármagnshafta. Eftir að það markmið náðist vó þyngra að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og forðast að það hækkaði of mikið áður en mikilvæg skref að losun fjármagnshafta voru tekin.

Afgangur í utanríkisviðskiptum, lækkandi gjaldeyrisstaða bankakerfisins og nokkrir stærri fjármagnsflutningar einkaaðila til landsins ollu viðvarandi þrýstingi til styrkingar á gengi krónunnar, samkvæmt Seðlabankanum.

Í frétt bankans segir einnig:

Á fyrri hluta ársins var einnig nokkurt gjaldeyrisinnstreymi vegna nýfjárfestingar í ríkisskuldabréfum. Það stöðvaðist þegar nýtt fjárstreymistæki var kynnt í júní eins og sést á mynd 1 um fjármagnsflæði vegna nýfjárfestinga. Greiðslujöfnuður á þriðja ársfjórðungi 2016 sýnir að styrking krónunnar á þeim tíma skýrist að mestu leyti af afgangi í viðskiptum við útlönd en ekki af fjármagnsviðskiptum.

Framan af árinu keypti Seðlabankinn gjaldeyri með það einkum að markmiði að koma gjaldeyrisforða í æskilega stærð í aðdraganda almennrar losunar fjármagnshafta. Eftir að það markmið náðist vó þyngra að draga úr sveiflum í gengi krónunnar og forðast að það hækkaði of mikið áður en mikilvæg skref að losun fjármagnshafta voru tekin.

Þrátt fyrir umfangsmikil gjaldeyriskaup Seðlabankans hækkaði gengi krónunnar um 18,4% á árinu, eins og sést á mynd um gengi krónunnar, en lækkaði lítilsháttar undir lok ársins. Gjaldeyriskaup bankans komu í veg fyrir enn meiri gengishækkun og þau drógu úr skammtímasveiflum í genginu. Mest hækkaði gengi krónunnar í október, um 3,5%, en lækkaði mest í apríl, um 0,6%.