*

föstudagur, 24. maí 2019
Erlent 13. maí 2019 19:20

Kína hækkar tolla

Hlutabréfamarkaðir vestra falla skart vegna aukinnar spennu í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína.

Ritstjórn
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína.
epa

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að hækka tolla á bandarískar vörur úr 5% upp í 25% og mun hækkunin ná til 5.000 vöruflokka og hafa áhrif innflutning að andvirði 60 milljarða dollara, eða jafngildi 7.350 milljarða íslenskra króna. Tollahækkunin mun taka gildi 1. júní næstkomandi.

BBC greinir frá þessu og segir hækkun Kínverja vera svar við ákvörðun ríkisstjórnar Trumps sem ákvað fyrir helgina að hækka tolla á kínverskar vörur og innflutning að andvirði 200 milljarða dollara, jafngildi 25.000 milljarða íslenskra króna. 

Hlutabréfamarkaðir vestra lækkuðu skart við opnun markaða. Dow Jones lækkaði um 460 punkta eða um 1,8% og S&P vísitalan féll einnig um 1,8%. Nasdaq lækkaði um 2,3% en tollahækkunin er sögð bitna töluvert illa á fjölmörgum fyrirtækjum í tæknigeiranum.  

Viðræðum Kínverja og Bandaríkjamanna um milliríkjaviðskipti sín lauk síðastliðinn föstudag án niðurstöðu. Ríkisstjórn Trump hefur sagt að mikill afgangur Kínverja í viðskiptum við Bandaríkin sé tilkominn vegna óheiðarlegra viðskiptahátta, ríkisstyrkja og niðurgreiðslna og virðingaleysi gagnvart höfundarétti.   

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim