*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Erlent 2. júlí 2018 14:50

Kína stofnar sjóð sem fjárfestir í tækni

Fyrirtæki í eigu kínverska ríkisins sem nefnist China Merchants Group mun stofna sjóð sem ætlað er að fjárfesta í tækni.

Ritstjórn
epa

Fyrirtæki í eigu kínverska ríkisins sem nefnist China Merchants Group mun stofna tækniþróunarsjóð. Financial Times fjallar um málið en sjóðurinn hefur það markmið að fjárfesta í kínverskum fyrirtækjum.

Fjárhæðin sem safna á samsvarar um 1.600 milljörðum króna. Sjóðurinn á að vera svar Kína við tæplega sjö sinnum stærri sjóð á vegum hins japanska banka SoftBank. 

Kínverska ríkisfyrirtækið ásamt öðrum kínverskum fjárfestum hefur skuldbundið sig til að leggja fram um 40 prósent af fjárhæðinni í sjóðinn.

Breska fjármálafyrirtækið Centricus sem aðstoðaði japanska bankann SoftBank við að koma á fót sambærilegum sjóði í Japan mun aðstoða CMG við að stofna sjóðinn.