Kínverjar hefja nýja árið með því að herða kröfur á þá sem vilja kaupa erlendan gjaldeyri. Yfirvöld segja að aðgerðirnar eigi að sporna gegn peningaþvætti og ólöglegum millifærslum milli landa.

Hver ríkisborgari getur keypt gjaldeyri sem nemur um 50.000 Bandaríkjadölum á ári og er sú upphæð óbreytt frá síðasta ári. Aftur á móti mun hver einstaklingur þurfa að gefa upp nánari upplýsingar um gjaldeyriskaupin.

Sérfræðingar telja að m.a. að miklar hækkanir á stafræna gjaldmiðlinum Bitcoin, megi rekja til haftastefnunnar. Kínverska Júanið hefur ekki verið lægra í tæplega 9 ár ef miðað er við Bandaríkjadal.