*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 18. september 2017 13:15

Kínverjar herða takmarkanir gagnvart Bitcoin

Takmarkanirnar verða þær hörðustu sem nokkurt ríki hefur innleitt gagnvart Bitcon.

Ritstjórn
None

Stjórnvöld í Kína hyggjast herða takmarkanir gagnvart stafræna gjaldmiðlinum Bitcoin, að því er kemur fram í frétt Wall Street Journal. Stefnt er að því að banna kaup og sölu á gjaldmiðlinum innan landamæra Kína og að líkindum loka á aðgang að erlendum markaðstorgum með gjaldmiðilinn fyrir aðila innan Kína.  

Áður hafði verið gefið til kynna að Kínverjar hygðust loka á öll markaðstorg innan Kína þar sem viðskipti með Bitcoin ættu sér stað. Í frétt Wall Street Journal kemur fram að um verði að ræða hörðustu takmarkanir á viðskiptum með Bitcoin sem nokkurt ríki hafi innleitt hingað til.

Stikkorð: Kína Kína bitcoin
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim