Alþýðubanki Kína, seðlabanki landsins, veitti viðskiptabönkum lán uppá samtals 74 milljarða dollara, eða tæpa 8000 milljarða íslenskra króna, um tíföld íslensku fjárlögin fyrir árið 2018, í morgun.

Lánin eru til eins árs, en engin lán seðlabankans voru á gjalddaga í dag, svo öll fjárhæðin bætist við peningamagn í umferð.

Bankinn hefur í sömu viðleitni lækkað bindiskyldu í tvígang á þessu ári.