*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 23. júlí 2018 12:53

Kínverjar kynda undir hagvöxt

Kínverski seðlabankinn veitti bankakerfinu 74 milljarð dollara innspýtingu í morgun til að stemma stigu við samdrætti hagvaxtar.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Kínverska alþýðubankans.

Alþýðubanki Kína, seðlabanki landsins, veitti viðskiptabönkum lán uppá samtals 74 milljarða dollara, eða tæpa 8000 milljarða íslenskra króna, um tíföld íslensku fjárlögin fyrir árið 2018, í morgun.

Lánin eru til eins árs, en engin lán seðlabankans voru á gjalddaga í dag, svo öll fjárhæðin bætist við peningamagn í umferð.

Bankinn hefur í sömu viðleitni lækkað bindiskyldu í tvígang á þessu ári.

Stikkorð: Kína peningamál Kína
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim