„Kínversk stjórnvöld hafa mjög stórt og mikið plan sem snýr að hugverkaréttindum og einkaleyfum," segir Gunnar Harðarson, framkvæmdastjóri og meðeigandi Árnason Faktor og einn skýrsluhöfunda um stöðu hugverkaréttinda í jarðvarmageiranum sem kom út fyrr á þessu ári. Í skýrslunni kom fram að einkaleyfisumsóknum Kínverja hafi fjölgað um 25-30% á ári á meðan einkaleyfisumsóknum á heimsvísu fjölgi um 5-6% á ári.

Íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma hafa í auknum mæli horft til Kína. Arctic Green Energy gerði til að mynda 25 milljarða króna lánssamning við Þróunarbanka Asíu í mars vegna þró unarverkefna á sviði jarðvarma í Kína.

„Sumir hafa sagt að ef fer sem horfir þá muni Kínverjar eiga meirihluta hugverkaréttinda í heiminum innan tiltölulega skamms tíma. Vöxtur einkaleyfa frá Kínverjum er margfalt meiri en alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Gunnar.

Nánar er fjallað um málið í Orkublaðinu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .