*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 21. apríl 2018 12:01

Kínverjar með stór plön

Kínverjar kunna að eignast meirihluta hugverkaréttinda í heiminum innan tiltölulega skamms tíma.

Ritstjórn
Xi Jinping, leiðtogi Alþýðuveldisins Kína.
epa

„Kínversk stjórnvöld hafa mjög stórt og mikið plan sem snýr að hugverkaréttindum og einkaleyfum," segir Gunnar Harðarson, framkvæmdastjóri og meðeigandi Árnason Faktor og einn skýrsluhöfunda um stöðu hugverkaréttinda í jarðvarmageiranum sem kom út fyrr á þessu ári. Í skýrslunni kom fram að einkaleyfisumsóknum Kínverja hafi fjölgað um 25-30% á ári á meðan einkaleyfisumsóknum á heimsvísu fjölgi um 5-6% á ári.

Íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma hafa í auknum mæli horft til Kína. Arctic Green Energy gerði til að mynda 25 milljarða króna lánssamning við Þróunarbanka Asíu í mars vegna þró unarverkefna á sviði jarðvarma í Kína.

„Sumir hafa sagt að ef fer sem horfir þá muni Kínverjar eiga meirihluta hugverkaréttinda í heiminum innan tiltölulega skamms tíma. Vöxtur einkaleyfa frá Kínverjum er margfalt meiri en alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Gunnar.

Nánar er fjallað um málið í Orkublaðinu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.