*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Erlent 29. október 2015 14:15

Kínverjar mega nú eignast tvö börn

Eftir 35 ár hefur ríkisstjórn Kína nú lagt af reglugerðir um að hvert og eitt par megi aðeins eignast eitt barn.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Samkvæmt yfirlýsingu kommúnistaflokksins þarlendis er öllum pörum nú heimilt að eignast tvö börn. 

Reglan var lögfest 1980 í tilraun til þess að hægja á fæðingartíðni landsins, sem var að keyra mannfjöldatölur upp úr öllu veldi. Áætlað er að reglan hafi komið í veg fyrir að einhver 400 milljón börn hafi fæðst á þessum tíma.

Nú hins vegar er kínverski lýðurinn farinn að eldast talsvert, og hafa áhyggjur vaknað um að kostnaður við þjónustu eldri borgara í takt við lækkandi atvinnuþátttöku gæti haft veruleg og skerðandi áhrif á efnahaginn. Heill þriðjungur Kínverja er eldri en 50 ára gamall.

Kommúnistaflokkurinn breytti þó reglunni fyrir tveimur árum síðan. Þá var gert svigrúm fyrir tvö börn hjá pörum þar sem annar meðlimur sambandsins er einkabarn.

Stikkorð: Kína Kína