Hagvaxtarmarkmið Kína fyrir árið 2018 er um 6,5% en það var tilkynnt við opnunarathöfn kínverska þingsins og þykir vera í samræmi við fyrri markmið Kínverja.

Markmiðið er þó lægra en Kínverjar segja hagvöxt hafa verið árið 2017 þegar hann 6,9% en það var í fyrsta skipti í sjö ár sem hagvöxtur hækkaði á milli ára.

Þá segja kínversk yfirvöld að þau muni koma í veg fyrir áhættutöku á fjármálamörkuðum sem hafa valdið hættu á að stór fyrirtæki færu á hausinn.

Þá settu stjórnvöld einnig verðbólgumarkmið upp á 3%, markmið um að draga úr stál- og kolaframleiðslu ásamt því að draga úr mengun og fátækt.