Didi Chuxing hefur stundum verið kallað svar Kínverja við Uber. Fyrirtækið hefur nú gefið út nýja útgáfu af snjallforriti sínu á ensku. Didi hefur meðal annars hlotið stuðning frá Apple. Þetta kemur fram í frétt CNN.

Nýja útgáfan verður í boði í þremur kínverskum borgum Bejing, Shanghaí og Guangzho, en telst það til góðra frétta fyrir erlenda íbúa borganna og ferðamenn. Fréttirnar eru þó líklega ekki eins góðar fyrir Uber.

Hægt er að greiða fyrir þjónustu Didi með kreditkortum frá fjórum löndum, meðal annars með kreditkortum frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Brasilíu. Fyrirtækið opnaði nýja rannsóknarstofu í Silicon Valley síðastliðinn mars og hefur hlotið talsvert fjármagn.