*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 25. mars 2019 13:49

Kínverjar stöðvuðu vélarnar

Félagið sem leigir Wow air vélarnar sem hafa verið kyrrsettar í Kanada og á Kúbu er í eigu kínversks banka.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Wow air leigir Airbus-þoturnar TF-PRO og TF-NOW af félaginu Jin Shan. Í morgun bárust fréttir af því að TF-PRO hefði verið kyrrsett í Montreal í Kanada og í hádeginu var greint frá því að TF-NOW hefði verið kyrrsett á Kúbu.

Móðurfélag Jin Shan er kínverski bankinn Bank of Communications Aviation and Shipping Financial Leasing Company Limited í Shanghai. Á bankinn Jin Shan í gegnum írska félagið Bocomm Aviation Leasing Ireland Company Limited. Bocomm, sem er stytting á nafninu Bank of Communications, er eitt af um 700 félögum sem skráð er til heimilis á Grand Canal Square í Dublin á Írlandi.

Móðurfélagið, Bank of Communication, var stofnað árið 1908 og skráð í Kauphöllina í Hong Kong árið 2005 og kauphöllina í Shanghai árið 2007. Bankinn er einn sá stærsti í heimi.

Viðskiptablaðið birti fyrr í dag upplýsingar um flugflota Wow air og leigusala.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim