*

mánudagur, 27. maí 2019
Erlent 22. október 2018 15:14

Kínversk hlutabréf hækka

Kínverska hlutabréfavísitalan CSI 300 hækkaði um rúm 4% í dag eftir aðgerðir og yfirlýsingar stjórnvalda á föstudag.

Ritstjórn
Liu He, varaforseti Kína, flutti ávarp á föstudag til að auka tiltrú fjárfesta á kínversku efnahagslífi. Ávarpið virðist nú hafa skilað árangri.
vb.is

Kínversk hlutabréf hækkuðu hressilega í dag í kjölfar umfangsmikilla aðgerða stjórnvalda í síðustu viku til að snúa við miklum lækkunum. CSI 300 hlutabréfavísitalan hækkaði um 4,3%, sem er mesta hækkun í tæp 3 ár. Financial Times greinir frá.

Hlutabréf fyrirtækja frá meginlandi Kína í kauphöll Hong Kong hækkuðu einnig töluvert, en vísitala slíkra félaga hækkaði um 2,6%.

Lækkanir síðustu vikna eru sagðar mega rekja til áhyggja fjárfesta af tollastríði og við Bandaríkin og af nýmarkaðsgjaldmiðlum.

Varaforseti Kína, Liu He, auk seðlabankastjóra landsins og yfirmönnum banka- og verðbréfayfirvalda, tjáðu sig opinberlega á föstudag til að auka tiltrú fjárfesta. Sú viðleitni virðist nú hafa skilað árangri.

Stikkorð: Kína Kína Liu He
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim