*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 12. ágúst 2016 08:21

Kínverska hagkerfið kólnar

Hagtölur í Kína benda til þess að enn sé að hægast á hagkerfi Kínverja. Verksmiðjur landsins framleiða minna og smásala hefur dregist saman.

Ritstjórn
Kína

Hagtölur frá Kína benda til þess að eitt stærsta hagkerfi heims sé enn að kólna. Landið hefur verið miðstöð allrar framleiðslu um nokkurt skeið, en á í miklum erfiðleikum með að þróa sig frá verksmiðjum og útflutningi. Smásala hefur dregist saman og í síðustu viku sýndu tölur að útflutningur væri ekki jafn mikill og búist var við.

Í fyrra féllu hlutabréfamarkaðir í landinu umtalsvert, einnig hafa helstu viðskiptalönd Kína átt í erfiðleikum. Einkaneysla virðist vera að dragast saman og benda tölur til þess að ekki sé verið að keyra verksmiðjur með sömu afköstum og áður fyrr. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram.

Kínversk yfirvöld hafa þó lýst yfir áformum um að grípa enn frekar inn í hagkerfið. Undanfarin ár hefur hagvöxtur verið yfir 10%, hann hefur lækkað þó talsvert. Yfirvöld vilja sjá hagkerfið vaxa um a.m.k. 6 til 7%.

Stikkorð: kreppa kína asía
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim