Í fyrstu skýrslu sinni síðan 2011, um getu kínverska fjármálakerfisins til þess að koma í veg fyrir og bregðast við áföllum, segist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áhyggjur af ójafnvægi. Álagspróf leiddi ennfremur í ljós að fjórir af hverjum fimm bönkum í Kína væru berskjaldaðir fyrir áföllum að því er kemur fram á BBC .

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að ráðamenn ættu að leggja minni áherslu á vöxt, setja strangari reglugerði og bæta fjárhagsstöðu banka. Að fjórir stærstu bankarnir hefðu nægjanlegt eigið fé en að aðrir stórir, millistórir bankar og borgarbankar væru berskjaldaðir.

Þá varaði sjóðurinn við því í október að Kínverjar væri farnir að reiða sig í of miklum mæli á skuldsetningu.