*

mánudagur, 21. janúar 2019
Erlent 1. desember 2015 14:24

Kínverskir fjárfestar kaupa 13% í Manchester City

Móðurfélag knattspyrnufélagsins Manchester City metið á um 400 milljarða króna eftir að hafa selt 13% hlut í félaginu.

Ritstjórn
Eigandi Mancester City, Dr Sulaiman Al Fahim
vb.is

Móðurfélag knattspyrnufélagsins Manchester City, City Football Group hefur selt 13% hlut til China Media Capital (CMC) og fjárfestingarfélagsins Citic Capital.

Félagið mun gefa út nýja hluti vegna kaupanna en kaupverðið er um 265 milljón bandaríkjadalir, eða um 35 milljarðar króna. Sérfræðingar hafa talið að með hliðsjón af kaupverði 13% hlutsins þá sé heildarverðmæti félagsins um 3 milljarðar dala, eða um 400 milljarðar króna.

Samningaviðræður hafa staðið yfir í um sex mánuði en kaupunum er ætlað að auka við vinsældir liðsins í Kína, en ensku félögin hafa verið í harðri samkeppni á Asíu markaði undanfarin ár.

Stikkorð: City Mancester