Verð á hlutabréfamörkuðum í Kína féll mikið í dag eftir að greint var frá því að yfirvöld hefðu hafið rannsókn á nokkrum stórum verðbréfafyrirtækjum í landinu.

Sjanghæ vísitalan lækkaði um 5,48 og Shenzen féll um 5,38% auk þess sem Nikkei féll um 0,3%

Hlutabréf í Evrópu hafa brugðist við þessum lækkunum í upphaf dags en FTSE 100 hefur lækkað um 0,47%, CAC 40 hefur lækkað um 0,45% og Stoxx 600 hefur lækkað um 0,53%.